The Heritage Foundation og Wall Street Journal gefa árlega út efnahagsfrelsisvísitölu, en mælir hún viðskiptafrelsi landa. Samkvæmt greiningardeild KB-Banka mælist Ísland í fimmta sæti fyrir árið 2006, með stuðulinn 1,74, og hækkar um þrjú sæti á milli ára.

Aukið aðhald í ríkisútgjöldum og lækkandi tekjuskattur eru þeir þættir sem bæta frelsi í viðskiptum á Íslandi hvað mest, sem og hefur dregið úr verðbólgu á síðustu árum. Þó er Ísland ekki gallalaust og eru takmarkanir varðandi fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi og fasteignum það sem dregur úr frelsisstuðli Íslands.

?Þegar lagt er mat á frelsi í viðskiptum er horft til stefnu ríkisstjórna í efnahagsmálum, fjárhagslega byrði hins opinbera, afskipti hins opinbera af almennu viðskiptalífi, peningamálastefnu sem og fleiri þátta," segir greiningardeildin. En stuðullinn er mældur á bilinu 1 til 5 ? og því lægri tala því meira frelsi.