*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 10. nóvember 2013 19:00

Ísland á lista yfir fjölskylduvæna áfangastaði

Lonely Planet hefur gefið út lista yfir tíu bestu áfangastaðina fyrir fjölskyldufólk og er Ísland þar á blaði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ísland er á lista ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir heppilega ferðastaði fyrir fjölskyldufólk. Á listanum eru staðir eins og New York borg, Danmörk, Prag, Ítalía og Havaí. Nýjasta nafnið á listanum er Kerala-ríki á Indlandi.

Var greint frá þessu á fimmtudaginn á sérstakri verðlaunaafhendingu í London.

Í umsögninni um Ísland segir að hér sé að finna fjölda skemmtilegra hluta til að gera með fjölskyldunni, hvort sem fólk ákveður að fara á hestbak, sigla niður jökulár, ganga á jökla eða veiða álfa. Þá sé mun ódýrara að heimsækja Ísland en fyrir hrun vegna þess hvernig gengi krónunnar hefur þróast.

Stikkorð: Ferðamenn Lonely Planet