Eitt stæsta vísitölufyrirtæki heims MSCI tilkynnti í gær að vísitala fyrirtækis fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn, sem nú er skilgreind sem vísitala fyrir stakan markað, sé til skoðunnar um að færast upp í flokk vaxtarmarkaða (e. frontier status).

MSCI mun ráðfæra sig við markaðsaðila fram að lok október á þessu ári og mun tilkynna ákvörðun sína í lok nóvember. Verði íslenski markaðurinn tekinn inn í vísitöluna mun það gerast í maí á næsta ári þegar hálfsárs endurskoðun á vísitölum fyrirtækisins fer fram. Samkvæmt aðilum á fjármálamarkaði sem Viðskiptablaðið ræddi við ætti lítið að vera því til fyrirstöðu að markaðurinn komist inn í vísitöluna miðað við núverandi aðstæður.

Nokkur fjöldi vísitölusjóða fjárfestir í vísitölum MSCI og myndu því þurfa að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum til að elta vísitöluna komi íslenski markaðurinn inn. Þá kveða fjárfestingarheimildir margra sjóða á um að þeir megi ekki fjárfesta í fjármálagjörningum sem ekki eru hluti af alþjóðlegri vísitölu og ættu því að opnast dyr fyrir marga erlenda sjóði til að fjárfesta á Íslandi.