Íslandsbanki hefur heimild til að gefa út skuldabréf fyrir allt að 250 milljónir dala. Sú upphæð nemur 30 milljörðum íslenskum króna. „Þetta er alþjóðlegt skuldabréfaprógramm sem við förum í ef við teljum að tækifærið sé til staðar á markaðnum,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri í samtali við Bloomberg.

„Við erum að fylgjast mjög vel með markaðnum og ef aðstæður verða hagstæðar þá erum við reiðubúin til að fara af stað í þetta, helst fyrr en seinna,” segir hún í samtali við Bloomberg.

Arion banki var fyrsti bankinn til þess að fara í alþjóðlegt skuldabréfaútboð. Bankinn gaf út skuldabréf fyrir 81 milljón dala í febrúar. Að sögn bankans tóku fjárfestar frá Evrópu og Asíu þátt í því skuldabréfaútboði.