Skilanefnd Glitnis stóð í vegi fyrir nauðasamningum N1 við helstu lánardrottna sína sem voru Arion banki og Íslandsbanki. Glitnir átti 2,5 milljarða kröfu á hendur olíufélagsins vegna afleiðusamning sem það gerði við hinn fallna banka fyrir hrun. Til þess að leysa málið og liðka fyrir nauðasamningum keypti Íslandsbanki skilanefndina, sem er stærsti hluthafi Íslandsbanka, út úr kröfuhafahópnum með því að borga jafnvirði stórs hluta kröfunnar beint til Glitnis. Frá þessu greinir Morgunblaðið og vísar til heimilda en þar sem stærstur hluti skulda N1 við Íslandsbanka var óveðtryggður var bankanum nauðsynlegt að nauðasamningar gengju í gegn.

Skuldir N1 eru í dag meira en 16 milljarðar króna en verða um 8,5 milljarðar eftir nauðasamninga.