Með væntanlegri yfirtöku á Byr stækkar efnahagur Íslandsbanka að óbreyttu um fimmtung og bankinn verður annar stærsti bankinn, mælt í stærð efnahagsreiknings, á eftir Landsbanka með heildareignir upp á 816 milljarða króna og veltir Arion banka úr því sæti.

Í reynd verða Arion banki og Íslandsbanki þó áþekkir að stærð með efnahag upp á liðlega 800 milljarða. Landsbankinn er mun stærri með heildareignir upp á meira en 1.100 milljarða króna.