Eftir þriggja mánaða lokun landamæra í Chile fyrir öllum innflutningi á laxahrognum hafa fiskeldisyfirvöld í Chile ákveðið að leyfa aftur innflutning frá Íslandi, einu landa.

Vegna alvarlegra veirusjúkdóma (PMCV-veira) í eldislöxum var sett innflutningsbann á öll erfðaefni og lifandi fisk í Chile. Veira, sem hefur til dæmis valdið miklum skaða í norsku og skosku laxeldi, hefur aldrei greinst á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. Íslensk laxahrogn eru eftirsótt í laxeldi um allan heim vegna stöðugrar dreifingar yfir allt árið og góðrar sjúkdómastöðu landsins.