Þrír jólaplattar frá danska postulínsfyrirtækinu Bing & Gröndahl sem seldir voru í verslunum hér á árunum 1928 og 1929 eru meðal dýrustu íslensku varanna sem boðnar eru upp á uppboðssíðunni eBay. Danska fyrirtækið hóf að framleiða sérstaka jólaplatta árið 1895. Í þrjú ár í röð voru gefnir út sérstakir platta með íslenskum myndum.

Á plattanum frá árinu 1928 er mynd af fólki ganga að Dómkirkjunni í Reykjavík, en á þeim frá 1929 er mynd af Gullfossi Eimskipafélagsins. Á hvorn platta eru settir rétt rúmir sjö þúsund Bandaríkjadalir, jafnvirði tæpra 916 þúsund króna á stykkið. Á þriðja plattann, sem er sömuleiðis frá árinu 1929, eru settir fjögur þúsund dalir, rétt rúmar fimm hundruð þúsund krónur.

Á þriðja plattanum sem Bing & Gröndahl gaf út árið 1930 var svo mynd af jólasveinum. Hann er hins vegar ekki að finna á eBay.

Eigandi dýrustu plattanna býr í Bandaríkjunum en sá sem á ódýrari plattann býr í Danmörku.