Samþjöppun á íslenskum bankamarkaði er mjög mikil og raunar á öllum norðurlöndunum, segir í niðurstöðum könnunar sem norræna samkeppniseftirlitsið lét gera um stöðu á norrænum viðskiptabönkum.

Samkeppniseftirlitið kynnti niðurstöður könnunarinnar í dag og kom einnig fram að hreyfanleiki íslenskra bankaviðskiptavina er ákaflega lítill. Þá skipti íslenskir viðskiptavinir ekki um banka þó svo að betri kjör fáist annars staðar.

Samkeppniseftirlitið leggur til að viðskiptavinum verði auðveldað að skipta um banka, meðal annars með með breytingu á stimpilgjöldum og uppgreiðslugjalds, en til þess þurfi þó pólitískan vilja.

Huga þarf að aðgangshindrunum að greiðslukerfum bankanna og sameiginlegu eignarhaldi banka og sparisjóða á greiðslukortafyrirtækjum, segir í skýrslunni.