Eignir íslensku bankana eru um áttföld þjóðarframleiðsla Ísland og hlutfallið er hvergi hærri í Evrópu þar sem meðaltalið er þrisvar sinnum þjóðarframleiðslan og það skýrir að töluverði leyti áhyggjur manna af íslensku bönkunum.

Þegar horft er til bankanna sjálfra er tengjast megináhyggjuefnin hvort þeir geti hagnast jafnmikið og verið hefur, krosseignarhaldi og lánveitingum og fjárfestingum tengdum hlutabréfum. Til skamms tíma litið er aftur á móti ekki mikil ástæða til þess að hafa áhyggjur af fjármögnun þeirra þótt það væri áhyggjuefni ef skuldatryggingaálagið á íslensku bankana héldist hátt lengi enn.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu svissneska UBS-bankans um íslensku bankana sem ber titilinn: „Ísland: Hvað næst?“

Sérfræðingar UBS mæla með sölu á bréfum bæði Kaupþings og Glitnis en eru hlutlausir gagnvart bréfum Landsbankans; markverð þeirra fyrir Kaupþing eru 650 krónur á hlut, 17 fyrir Glitni og 32 fyrir Landsbankann.

Þeir benda á að verðið á íslensku bönkunum sé um 9,5 sinnum væntur hagnaður þeirra (V/H hlutfall) á þessu ári og um 1,5 sinnum bókfært verð þeirra (V/I hlutfall) en þessi hlutföll séu 9,2 og 1,3 hjá evrópskum bönkum og segjast ekki sjá skynsamlega ástæðu fyrir þessum mun en benda á að skýringin geti m.a legið í því að erfitt sé að fá lánuð bréf í bönkum til þess að skortselja þau.