Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bretlandi (FSCS) hefur endurheimt þrjá milljarða punda á móti útgreiðslum úr sjóðnum vegna innstæðna sem töpuðust í íslenskum bönkunum þremur, þ.e. Icesave-reikningum Landsbankans, Heritable Bank, sem var í eigu Landsbankans, og Singer & Friedlander, sem var í eigu Kaupþings. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Kostnaður sjóðsins vegna falls íslensku bankanna þriggja nemur næstum 4,5 millörðum punda, jafnvirði 851 milljarði íslenskra króna, að sögn blaðsins, sem vísar til ársskýrslu FSCS en þar er miðað við stöðu hans í lok mars á þessu ári.

Þá segir í blaðinu að sjóðurinn breski áætli að allar eftirstöðvar vegna Icesave-reikninganna skili sér.