Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun í dag afhenda Íslensku safnaverðlaunin á Bessastöðum.

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár því safni sem þykir hafa skarað fram úr, og voru veitt í fyrsta sinn árið 2000. Þrjú söfn eru tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði, Minjasafnið á Akureyri og Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Athöfnin hefst kl. 16:00 á Bessastöðum í dag.