Verktakafyrirtækið Ístak hefur hafið framkvæmdir og bíður til sölu lóðir og byggingar á Tungumelum í Mosfellsbæ að því er kemur fram í frétt félagsins. Samningur er milli Ístaks og Mosfellsbæjar um að Ístak sjái um allar framkvæmdir á Tungumelum, en Mosfellsbær eignast allar götur og veitukerfi.

Það er Almenna verkfræðistofan sem hefur hannað fyrir Ístak nýja hverfi á Tungumelum í Mosfellsbæ.
Iðnaðarhverfið er austan Hringvegar milli Leirvogsár og Köldukvíslar. Almenna hefur hannað götur, fráveitulagnir, vatnsveitu, hitaveitu og gert lóðablöð.

.