Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneyti til að marka sem fyrst stefnu um málefni einstaklinga með skerta starfsgetu, einnig þeirra sem lög um atvinnutengda srarfshæfingu taka ekki til.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á dögunum. Í henni segir enn fremur að setja þurfi reglur um kaup VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs á þjónustu.

Ríkisendurskoðun birti skýrslu árið 2012 þar sem settar voru fram fjórar ábendingar um úrbætur á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar.

Fyrrgreindar ábendingar eru ítrekaðar í skýrslunni en fallið er frá tveimur þeirra þar sem ráðuneytið hefur þegar brugðist við þeim að mati stofnunarinnar.