Söngvarinn James Blunt sem er einn af vinsælustu tónlistarmönnum Bretlands er nú til rannsóknar vegna skattsvika. Blunt millifærði tvær milljónir punda í skattaskjól í Jersey og skráði heimilsfang foreldra sinna fyrir reikningnum. Nafn hans er á lista yfir þá viðskiptavini HSBC bankans sem eru með viðskipti í Jersey. Þessum lista var lekið og er nú til rannsóknar.

Blunt hafði áður keypt sér fasteign í Sviss og neitaði þá að eiga peninga í skattaskjóli. Umboðsaðili söngvarans neitar að gefa svör varðandi skatta- og peningamál söngvarans. Þetta kemur fram á síðu The Telegraph.