Breska íþróttavöruverslunin JJB Sports, sem áður var að hluta til í eigu Exista, tilkynnti í gær að félagið hefði þurf að greiða um 8 milljónir Sterlingspunda í gjöld eftir að hafa samið við skuldunauta sína um greiðslur lána.

Þar er um að ræða bankana HBOS, Barclays og loks Kaupþing sem yfirtók um 29% hlut Exista í félaginu nýlega vegna veðkalls.

JJB Sports hafði samið við Kaupþing í desember um að fresta greiðslu á 20 milljóna punda láni frá Kaupþing of fékk í staðinn að greiða öllum bönkunum þremur af öðrum lánum.

Hlutabréf féllum tæp 30% þegar af þessu fréttist í gær og er andvirði þeirra um 17,8 milljónir punda að sögn BBC, eða um tveggja vikna sala.

Exista keypti 29% hlut í JBB til helminga við aðra í júní 2006. Seljandinn var fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Dave Whelan, stofnandi JJB Sports og stjórnarformaður Wigan. Verðið var 275 pens á hlut eða samtals 190 m.GBP. Eins og fyrr segir hefur Kaupþing nú tekið yfir þann hluta.