Útgáfa jöklabréfa nemur 110 milljörðum króna það sem af er árinu, samkvæmt upplýsingum frá Lánasýslu ríkisins en á þessu ári koma alls um 67 milljarðar króna til innlausnar. Útgáfa umfram innlausn á þessu ári myndi því verða jákvæð sem nemur 43 milljarðar króna þó að engin ný útgáfa liti dagsins ljós.

Í frétt frá Lánasýslu ríkisins kemur fram að áhugi erlendra útgefenda og fjárfesta á því að gefa út svonefnd jöklabréf, eða skuldabréf í íslenskum krónum, virðist vera stöðugur. Þannig voru í ágúst og á fyrstu dögum þessa mánaðar gefin út bréf fyrir samtals 14,5 milljarðar kr. frá Deutsche Bank, ríkissjóði Austurríkis, Evrópska fjárfestingarbankanum, Norræna fjárfestingarbankanum og þýska fjárfestingarbankanum KFW.