*

mánudagur, 17. júní 2019
Fólk 4. september 2018 10:51

Jón hættir sem forstjóri Festar

Jón sendi samstarfsmönnum sínum póst fyrir helgi og í honum kom fram að hann muni áfram gegna embætti stjórnarformanns Krónunnar.

Ritstjórn
Jón Björnsson, forstjóri Festar
Haraldur Guðjónsson

Jón Björnsson hefur látið af störfum sem forstjóri Festar. Morgunblaðið greinir frá þessu. Hann lætur af störfum í kjölfar þess að samkeppniseftirlitið féllst á yfirtöku N1 á öllu hlutafé í Festi sem meðal annars rekur verslanir Krónunnar. Stofnunin tilkynnti ákvörðun sína þann 30. júlí síðastliðinn. Forstjóri sameinaðs félags verður Eggert Þór Kristófersson, en hann hefur setið í forstjórastól N1 frá febrúar 2015.

Jón hafði verið for­stjóri Fest­ar frá því í fe­brú­ar 2014. Áður gegndi hann meðal annars starfi for­stjóra ORF Líf­tækni, Magasin du Nord í Kaup­manna­höfn og Haga hf.

Jón sendi samstarfsmönnum sínum póst fyrir helgi og í honum kom fram að hann muni áfram gegna embætti stjórnarformanns Krónunnar. 

„Ferðalagið með Festi og fé­lög þess er eitt­hvert skemmti­leg­asta verk­efni sem ég hef tekið mér fyr­ir hend­ur. Afar lær­dóms­ríkt og gam­an að taka fé­lög út úr öðru rót­grónu fé­lagi og fá tæki­færið að fá að búa til nýtt og ferskt fé­lag frá grunni. Mér þykir sér­stak­lega vænt um það hvað marg­ir fylgdu okk­ur úr gömlu fé­lög­un­um og hafa blómstrað í þessu um­hverfi þar sem okk­ur tókst að teikna upp flotta framtíðar­sýn og fylgja þeirri stefnu. Við bætt­um svo við okk­ur þar sem okk­ur skorti þekk­ingu og feng­um inn nýtt fólk. Þannig hef­ur þessi hóp­ur alltaf unnið sem eitt lið og lið vinna,“ sagði Jón í tölvupóstinum. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is