Þann 1. október sameinuðust prentfyrirtækin Oddi, Gutenberg og Kassagerðin undir nafni Odda. Sameinað fyrirtæki mun sinna almennri prentun, umbúðaprentun, umbrotsvinnu, prenthönnun og vöruhýsingu. Engin breyting verður á framleiðsluhluta félagsins, en framleiðsla félaganna þriggja var sameinuð árið 2006. Öll starfsemi er nú að Höfðabakka 7 í Oddahúsinu.

Framkvæmdastjóri Odda er Jón Ómar Erlingsson, sem var áður framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar. Sameiningin styrkir stöðu Odda sem öflugasta prent- og umbúðavinnsla landsins og gerir fyrirtækinu kleift að bæta enn þjónustu sína við stóra og smáa viðskiptavini. Lögð er áhersla á að allir fái þjónustu við sitt hæfi. “Ekkert verk er of stórt fyrir okkur og að sama skapi eru engin verk of smá. Við munum sinna allri prentun og umbúðavinnslu, frá vönduðustu ljósmyndabókum, til einfaldra eyðublaða og pappakassa,” segir Jón Ómar. Þá verður þjónustuúrvalið aukið, meðal annars lögð aukin áhersla á pöntunarleiðir í gegn um vefinn.

Aðrir lykilstjórnendur hjá Odda eru: Rúnar Höskuldsson, deildarstjóri sölusviðs Jón Hermannsson, deildarstjóri grafískrar miðlunar Geir Ómarsson, deildarstjóri vörusviðs