*

laugardagur, 30. maí 2020
Innlent 9. janúar 2020 10:14

Jón Þór í hópi þeirra sem hætta

Fjórir framkvæmdastjórar og fyrrverandi aðstoðarforstjóri FME eru í hópi þeirra átta sem sagt var upp í Seðlabankanum.

Ritstjórn
Ásgeir Jónsson tók við sem seðlabankastjóri á síðasta ári.
Gígja Einars

Fjórir framkvæmdastjórar og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) eru í hópi þeirra átta sem sagt var upp störfum í Seðlabankanum í gær en þá var tilkynnt um nýtt skipurit í kjölfar sameiningar bankans og FME. Þetta kemur fram í umfjöllum í Morgunblaðinu í dag.

Í hópi þeirra sem fengu uppsagnarbréf er Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FME, en hann var í hópi umsækjenda um stöðu varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Yfirlögfræðingarnir Sigríður Logadóttir, hjá Seðlabankanum, og Anna Mjöll Karlsdóttir, úr FME, láta einnig af störfum.

Þeim til viðbótar hafa Tómasi Erni Kristinssyni, framkvæmdastjóra gagnasöfnunar og upplýsingatækni, og Guðmundi Kr. Tómassyni, framkvæmdastjóra fjármálainnviða, hætt störfum. Þessu til viðbótar hefur Rannveig Sigurðardóttir, einn varaseðlabankastjóranna þriggja, sótt um laust embætti ríkissáttasemjara.