Þetta eru niðurstöður í nýrri könnun sem De svenske tjenestamænds centralorganisation lét gera um umræðuefni fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni slúðra karlar meira um kollega sína en konurnar. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu VR.

Matur og börn ber hærra í umræðum kvenna en karla. Í vinnunni tala konur um vinnuna, fréttir, frí, yfirmanninn, börn, mat, sjónvarpsdagskrána, síðustu og næstu helgi, samstarfsmenn sína og menningu - í þessari röð. Topp 10 umræðuefni karlanna í vinnunni lítur hins vegar svona út: Vinnan, fréttir, yfirmaðurinn, samstarfsmenn, sjónvarpsdagsrkáin, íþróttir, fríið, síðasta og næsta helgi, laun og þjálfun. Þetta kom fram í fréttablaði stéttarfélags danskra verslunarmanna sem vinna hjá ríkinu, HKstat.

Byggt á heimasíðu VR, www.vr.is.