Hrein eign lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris nam 2.007 milljörðum króna í maílok og hækkaði um 23 milljarða í mánuðinum. Mest aukning var í skuldabréfum ríkissjóðs, tæpur 15,2 milljarðar króna, innlenndri hlutabréfaeign, þar sem aukningin nam 9,8 milljörðum króna og erlendum hlutabréfasjóðum, sem óx um 7,1 milljarða króna.

Lífeyrissjóðir
Lífeyrissjóðir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Aukninguna á innlendum hlutabréfum í safni lífeyrissjóðanna má að mestu leyti rekja til kaupa sumra þeirra á talsvert stórum hlut í Össuri af Eyri invest. Tilkynnt var kaupin um í lok maímánaðar. Til að mynda tilkynntu tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi, um kaup á bréfum fyrir samtals 4 milljarða króna í maílok, miðað við markaðsverð á þeim tíma. Alls seldi Eyrir bréf fyrir u.þ.b. 9 milljarða króna að markaðsverði og trúlega hafa fleiri lífeyrissjóðir verið meðal kaupenda bréfanna þótt þeir hafi ekki verið tilkynningaskyldir um kaup sín eins og framangreindir sjóðir. Þetta kemur fram í greiningarefni Íslandsbanka.