*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 19. janúar 2018 13:00

Kaupa eigin bréf fyrir 47 milljónir

Eignarhlutur Stapa lífeyrissjóðs í Högum fer yfir 5% eignarmörk miðað við atkvæðavægi eftir að Hagar kaupa í sjálfum sér.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stapi lífeyrissjóður á nú yfir 5% alls hlutafés í Högum en eignarhlutur félagsins fór upp í 5,04% í heildina eftir að Hagar keyptu upp eigin 1.181.592 eigin bréfa í morgun.

Miðað við núverandi gengi bréfa Haga, 39,60 krónur hvert bréf þegar þetta er skrifað, eru viðbótarbréfin að andvirði 46.791.043 krónur. Gengi Haga hefur lækkað um 0,25% frá því viðskipti hófust í morgun.

Kaup Haga á eigin bréfum eru hluti af endurkaupaáætlun félagsins sem hrint var í framkvæmd í lok nóvembermánaðar. Fyrir kaupin áttu Hagar 4,97% af eigin hlutafé eða 58.168.985 hluti, en eftir kaupin er eignarhluturinn kominn í 5,07%, eða 59.350.577 hluti.

Eignarhlutur Stapa helst óbreyttur, en þar sem eigin hlutir Haga í sjálfum sér njóta ekki atkvæðaréttar hefur eignarhlutur lífeyrissjóðsins aukist í atkvæðavægi yfir 5% mörkin.

Stikkorð: Hagar Stapi hlutabréf