Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Nýsi hf. opinberlega og beita félagið févíti upp á eina og hálfa milljón króna vegna atvika þar sem útgefandi er talinn hafa gerst brotlegur við ákvæði reglna um upplýsingaskyldu vegna rekstrarerfiðleika félagsins.

Kauphöllin telur að Nýsir hafi borið skylda til að birta opinberlega tilkynningu um slæma fjárhagsstöðu félagsins og fyrirhugaða endurskipulagningu um leið og ljóst var að dráttur yrði á afborgunum af verðbréfum útgefanda sem voru í viðskiptum í Kauphöllinni.

Sjá tilkynninguna frá Kauphöllinni.