Hlutabréf 19 af 22 félaga aðalmarkaðar Kauphallarinnar hafa lækkað um meira en 1% frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,6% og stendur í 2.423 stigum þegar fréttin er skrifuð.

Mesta veltan er með hlutabréf Festi sem hafa lækkað um 3% í morgun. Gengi smásölufyrirtækisins stendur í 187 krónum á hlut, sem er um 11% lægra en fyrir mánuði síðan.

Auk Festi hefur gengi Skeljar, Origo , Eimskips og VÍS lækkað um meira en 3%.

Hlutabréfaverð Marels heldur áfram að falla og er komið niður í 443 krónur á hlut eftir 2,9% lækkun í morgun.