Greiningardeild Kaupþings banka hefur gefið út nýja afkomuspá og uppfærir verðmat sitt á Actavis í 76,1 krónur á hlut en fyrri spá, sem var gerð 18. maí, hljóðaði upp á 70,3 og tólf mánaða markgengið (e. target price) helst óbreytt í 78 krónum á hlut. Gengi félagsins er nú 63 krónur á hlut og er mælt með kaupum í félaginu.

Ástæða hækkunar á verðmati er vegna þess að krónan hefur veikst gagnvart evru, ?sem hefur bein áhrif á verðmat okkar á félaginu í krónum talið," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin reiknar með að veltan verði 351 milljón evra (34 milljarðar króna) á fjórðungnum og að EBITDA framlegði nemi um 73,8 milljónum evra (7,1 milljarður króna). ?Þá gerum við ráð fyrir að hagnaður félagsins á tímabilinu muni nema rúmlega 30 milljónum evra (2,9 milljarður króna). Rúmenska félagið Sindan er nú að fullu inni í samstæðuuppgjöri Actavis og teljum við innkomu félagsins styrkja samstæðuna," segir greiningardeildin.

Verðmetið byggist einvörðungu á núverandi rekstri félagins og ekki er reiknað með mögulegum fyrirtækjakaupum, ?hvorki á Pliva né öðrum félögum. Hræringar og vangaveltur varðandi hugsanlegar yfirtökur hafa því ekki áhrif á verðmat okkar á Actavis," segir greiningardeildin.