Hagnaður Kaupþings banka á síðasta ári nam alls 49,3 milljörðum króna. Hagnaðurinn jókst um liðlega 178% á milli ára, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs skilaði Kaupþing banki hf. 14.786 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fjórða ársfjórðungi 2005 og 49.260 milljóna króna hagnaði fyrir allt árið 2005. Hagnaður á hlut á fjórða ársfjórðungi nam 22,4 krónum, samanborið við 7,3 krónur á hlut á fjórða ársfjórðungi 2004 og 14,8 krónum á hlut á þriðja ársfjórðungi 2005. Hagnaður á hlut nam 75,2 krónum árið 2005, samanborið við 35,6 krónur árið áður. Arðsemi eigin fjár nam 34,0% á árinu 2005, en var 25,5% árið 2004.

Hagnaður eftir skatta jókst um 178,2% á milli ára.

Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi 2005 jókst um 220,5% miðað við sama tímabil 2004.

Hagnaður á hlut nam 75,2 krónum samanborið við 35,6 krónur árið 2004.

Hreinar rekstrartekjur árið 2005 námu 101,9 milljörðum króna ? jukust um 103,9% frá fyrra ári.

Rekstrarkostnaður nam 34,7 milljörðum króna á árinu ? jókst um 47,0% miðað við 2004.

Heildareignir námu 2.541 milljörðum króna í lok árs 2005 ? jukust um 63,5% á árinu

Allar helstu starfsstöðvar bankans skiluðu methagnaði á árinu.

Á árinu 2005 mynduðust 70% af rekstrartekjum bankans utan Íslands.

Stjórn bankans mun leggja til við aðalfund að hluthöfum verði greiddar 6.646 milljónir króna í arð vegna ársins 2005 eða 10 krónur á hlut, sem svarar til 13,5% af hagnaði.

Í yfirlýsingu með uppgjörinu segirHreiðar Már Sigurðsson, forstjóri að ánægjulegt sé að sýna enn eitt metárið þar sem allar helstu starfsstöðvar skila methagnaði: "Á árinu 2005 tókum við mörg mikilvæg skref í þá átt að gera bankann að öflugum norður-evrópskum banka. Við búumst við áframhaldandi vexti á árinu 2006 og sá vöxtur mun skapa enn fleiri tækifæri fyrir viðskiptavini okkar, en sem fyrr er lykilatriðið að þjóna þörfum þeirra."