Hlutabréfaverð norska trygginga- og fjármálafélagsins Storebrand hækkaði um 7,8% í dag vegna orðróms um að Kaupþing banki eða Svenska Enskildabanken (SEB) væru að skoða kaup á félaginu.

Viðskipti með bréf í Storebrand voru stöðvuð í morgun. Opnað var með viðskiptin aftur rétt fyrir hádegi, eftir að norska kauphöllin lauk rannsókn á hækkuninni.

Hlutabréfamiðlari í Osló sagði í samtali við Reuters að hækkunin hefði orðið vegna orðróms að Kaupþing og SEB hefðu áhuga á því að kaupa Storebrand.

?Það er orðrómur um að Kaupþing hafi áhuga á að kaupa Storebrand, og það er einnig verið að tala um SEB," sagði miðlarinn.

Heimildamaður Reuters sagði þó að það væri ekkert óvenjulegt við að slíkan orðróm þar sem lengi hefur verið talað um að ýmsir aðilar hafi áhuga á því að taka yfir Storebrand.