Vísitala neysluverðs birtist á morgun og spáir greiningardeild Kaupþings banka um 1% hækkun vísitölu neysluverðs í apríl.

Síðustu daga hafa víða verið verðskrárhækkanir vegna gengisveikingar krónunnar og verðleg virðist hækka hratt nú um stundir.

Það eru meiri líkur á að hækkun vísitölu verði í hærra lagi og hærri en fyrri spár hljóðuðu upp á.

Erfitt er þó að meta hversu mikið af verðskrár hækkunum að undanförnu koma inn í vísitölumælinguna nú sem birtist í fyrramálið eða næsta mánuði en óvissan í mælingunni er umtalsverð og hallast að mestu í átt til aukinnar verðbólgu, segir greiningardeildin.