TGE Marine AG, þýskt félag sem framleiðir tækjabúnað til gas- og olíuvinnslu á sjó, hefur verið skráð á AIM markaðinn í London. AIM er markaður hugsaður sérstaklega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og í frétt FT segir að TGE sé átjánda þýska fyrirtækið sem skráð er á þann markað.

Kaupthing Singer & Friedlander, dótturfélag Kaupþings [ KAUP ], hafði umsjón með skráningunni, sem aflaði 21,3 milljóna punda fyrir TGE, sem var metið á 158,3 milljónir punda við skráningu, jafnvirði 23 milljarða króna. Markaðsverð félagsins hækkaði á föstudag í 164 milljónir punda.

Nær helmingi færri nýskráningar

Umsvifin á AIM markaðnum hafa minnkað mikið frá fyrra ári. Í fyrra voru 76 nýskráningar á fyrstu fjórum mánuðum ársins og með þeim öfluðu fyrirtæki samtals 1,6 milljarða punda. Á sama tímabili í ár höfðu skráningar verið 41 og höfðu aflað 375 milljarða punda.