Kaupþing hefur tekið yfir sænska fyrirtækið Trio Enterprise. Í júlí tilkynnti móðurfélag Trio, Teligent AB, að það hygðist selja Trio til að grynnka á skuldastöðu sinni.

Smáatriði samningsins fengust ekki gefin upp frá Kaupþingi.

Starfsemi Trio felst í því að útvega símsvörunarkerfi fyrir ýmsa aðila, t.d. stóra banka, stjórnvöld og smærri fyrirtæki.

Þetta kemur fram í frétt TMCnet.