Sænska líftæknifyrirtækið Biolin AB greindi frá því í dag að að félagið hefur ráðið Kaupþing banka til að leiða og stjórna væntanlegu hlutabréfaútboði fyrirtækisins.

Ekki er vitað hve mikið fjármagn félagið hyggst sækja á hlutabréfamarkað.

Biolin fjárfestir aðallega í hátækni fyrirtækjum sem sérhæfa sig í líftækni og hefur fjárfest í félögum, svo sem Hansa Medical, Intergration Diagnostics, Osspol og Q-sense.

Félagið er skráð á Nordic Growth-markaðinn í Svíþjóð.