Samkvæmt frétt breska blaðsins The Daily Telegreph eiga stjórnendur Mosaic í viðræðum við skilanefnd Kaupþings þar sem reynt er að endurskipuleggja reksturinn.

Tekið er fram að stjórnendur Baugs hafi ekki komið að þeim viðræðum og þær hafi staðið í nokkurn tíma.

Mosaic skuldar Kaupþing 400 milljónir punda. Sala í verslunum félagsins hefur dregist saman um 15% á milli ára.

Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að félagið eigi í verulegum vandræðum með að standa skil á afborgunum lána og ljóst að Kaupþing muni tapa verulegum fjárhæðum. Skilanefndin nýtur aðstoðar Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins við að endurskipuleggja reksturinn.

Hefur verið rætt um að breyta skuldum í hlutafé. Aðalvandinn er talinn sá að Kaupþing sé ekki fært um að styðja við reksturinn.