Slitastjórn Kaupþings hefur höfðað mál gegn tölvuleikjaframleiðandanum CCP og heldur aðalmeðferð málsins áfram þann 18. júní næstkomandi.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir málið snúast um uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum, sem gerðir voru fyrir bankahrun. Að öðru leyti gæti hann ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að ekki sé um háar fjárhæðir að ræða.