Til stendur að skipta bandaríska matvælafyrirtækinu Kellogg‘s upp í þrjú skráð fyrirtæki. Starfsemin utan um morgunkorn í Bandaríkjunum og rekstrareining utan um matvæli úr jurtaríkinu, sem saman vega um fimmtung af sölu samstæðunnar, verða aðskilin frá móðurfélaginu. Hlutabréf félagsins hafa hækkað um meira en 3% í dag.

Forstjóri Kellogg‘s, Steve Cahillan, sagði í viðtali við Financial Times að félagið hafi ekki verið undir þrýsting frá hluthöfum að ráðast í eina af stærstu uppstokkunum síðustu ára í matvælaiðnaðinum. Hann telur að þessar aðgerðir muni gera félaginu kleift að ná sækja öll tækifæri sem standi því til boða til fulls.

Morgunkornaeiningin í Norður-Ameríku, sem er með um 2,4 milljarða dala í veltu á ári, þurfi ekki lengur að keppa við aðrar vörur, á borð við Pringles og Cheez-It, um fjármagn.

Núverandi félag mun áfram sinna framleiðslu og sölu á snakki ásamt því að halda áfram utan um morgunkorn og núðlur á alþjóðlegum mörkuðum.

© epa (epa)