Eigendum fimm síðustu félaga sem skráð hafa verið á markað hefur fækkað umtalsvert á fyrstu vikum í viðskiptum á markaði. Sæmi dæmi má nefna tryggingafélögin tvö en hlutahöfum TM fækkaði um rúmlega 1.000 á fyrstu þremur vikum félagsins á markaði, og fóru þeir úr 5.305 í 4.151. Svipað átti sér stað hjá VÍS þar sem eigendur voru 3.942 í lok apríl en 2.944 í lok maí.

Svokallaðir kennitölusafnarar eru þekktir í hlutafjárútboðum. Það eru aðilar sem skrá sig fyrir kaupum á bréfum á nokkrar mismunandi kennitölur. Ástæðan er sú að takmörk eru á hve mikið einstakir aðilar geta keypt og grípa sumir til þess ráðs þegar umframeftirspurn er mikil að kaupa bréf í gegnum kennitölur vina eða kunningja. „Það getur alveg verið hluti af skýringunni,“ segir Páll um hvort kennitölusafnarar geti skýrt eitthvað af fækkun hluthafa á fyrstu vikum viðskipta.

Nánar er fjallað um eigendur hlutafélaga í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.