Kia Motors kynnir nýjan raf-hugmyndabíl á alþjóðlegu bílasýningunni í París 30. september nk. Ber hann heitið „POP” og er þriggja metra langur. Hann gefur ekki frá sér nein mengandi efni í útblæstri og á eftir að setja mark sitt á borgarbílaflokkinn með margvíslegum tækninýjungum og stórbrotinni hönnun.

Kia Motors Corporation var stofnað árið 1944 og er því elsti bílaframleiðandi í Kóreu. Fyrirtækið er hluti af Hyundai-Kia samsteypunni og stefnir að því að verða á meðal stærstu bílaframleiðenda heims. Það er Bílaumboðið ASKJA að Krókhálsi 11 í Reykjavík sem fer með umboð KIA á Íslandi.

Kia framleiðir ríflega 1.5 milljónir bifreiða árlega í 13 verksmiðjum í 8 löndum. Þar af er megnið af Evrópubílum Kia framleiddir í Slóvakíu í nýrri og fullkominni verksmiðju fyrirtækisins. Hjá Kia starfa ríflega 42.000 manns.

Kia er opinber samstarfsaðili bæði UEFA og FIFA og verður bakhjarl Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2012. Kjörorð Kia Motors – „The Power to Surprise” – stendur fyrir það markmið fyrirtækisins að koma viðskiptavinum stöðugt á óvart með því að fara fram úr væntingum þeirra við hönnun bíla.