Engar kjaraviðræður verða á milli fulltrúa Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands yfir páskahátíðina. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir við Morgunblaðið í dag lítið hafa gerst í kjaraviðræðum undanfarna daga fyrir utan fund sem haldinn var á skírdag.

Gylfi reiknar með að viðræður hefjist strax á þriðjudaginn en ekki er búið að tímasetja fund. Það hafi alltaf verið ljóst af hálfu ASÍ að fátt myndi gerast yfir hátíðirnar.