Þrátt fyrir allt tal um efnahagsþrengingar er gert ráð fyrir að sala á tölvuleikjum verði mikil á árin og því næsta.

Ástæða bjartsýninnar er góð sala á leikjatölvum hjá Nintendo, Sony og Microsoft. Talsmaður Microsoft segir að þrátt fyrir þrengingarnar í efnahagsmálum muni iðnaðurinn standa sig vel.

Salan á Nintendo leikjatölvum hefur aukist um 20% á Bandaríkjunum á árinu og mun verð ekki lækka þrátt fyrir hugmyndir um slíkt fyrr á árinu.