Á hluthfafafundi sem haldinn var í Hands ASA þann 22. desember sl. var kosin ný stjórn í félaginu og er hún skipuð eftirtöldum aðilum. Tom Adolfsen,
Örn Karlsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Hreinn Jakobsson og Jóhann Þór Jónsson.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að á sama fundi var Tom Adolfsen kjörinn formaður stjórnar en hann hefur setið í stjórn Hands frá því í apríl á þessu ári. Tom hefur mikla reynslu af rekstri upplýsingatæknifyrirtækja en hann var forstjóri Merkantildata AS á árunum 1988 til 2001 og stýrði uppbyggingu þess fyrirtækis úr smáfyrirtæki yfir í fleiri þúsund manna stórfyrirtæki þegar flest var en Hands ASA var upphaflega spunnið út frá Merkantildata þegar fyrirtækið var fyrst skráð á markað. Tom hefur setið í stjórnum og unnið að uppbyggingu nokurra upplýsingatæknifyrirtækja síðustu misseri. Kögun hf. þykir mikill fengur í að fá Tom til liðs við sig til að leiða frekari sókn á og stækkun samstæðunnar á þessum markaði.

Hluthafafundurinn samþykkti einnig tillögu um beiðni til Kauphallarinnar í Osló um afskráningu Hands ASA af norska hlutabréfamarkaðinum.