*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Fólk 21. apríl 2012 13:49

Ástþór: Kom með kreditkortin til Íslands

Ástþór Magnússon stofnaði fyrstur kreditkortafyrirtæki hérlendis og seldi í framhaldinu snertiskjái í Danmörku.

Hallgrímur Oddsson
Aðrir ljósmyndarar

Athafnamaðurinn og forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon er landsmönnum vel kunnur. Hann lét mikið að sér kveða fyrir forsetakosningarnar 1996 og hefur síðan þá verið áberandi, með uppátækjum og skoðunum sem þykja afdráttarlausar en nokkuð umdeildar.

Ástþór fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1953 og verður því sextugur á næsta ári. Viðskiptaferill hans hófst fyrir alvöru þegar hann stofnaði fyrirtæki í ljósmyndagerð og póstverslun. Því tengt stofnaði hann fyrsta kreditkortafyrirtæki landsins, Eurocard á Íslandi – Kreditkort hf., árið 1979. Fyrirtækið Borgun á sögur sínar að rekja til stofnunar fyrirtækis Ástþórs.

Nánar er fjallað um Viðskiptaferil Ástþórs Magnússonar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.