„Það er náttúrulega draumurinn að tengja það sem maður er að gera hérna úti einhvern veginn heim við Ísland,“ segir Kristinn Már Gunnarsson eigandi fyrirtækisins Arctic Group sem í síðustu viku tilkynnti um kaup á meirihluta í íslenska fyrirtækinu Andersen & Lauth. Sjálfur hefur Kristinn einnig fjárfest í fatamerkinu Cintamani hér á Íslandi.

En þó Kristinn Már sé með þessu kominn með nokkrar tær til Íslands fer því fjarri að starfsemi fyrirtækis hans sé flutt. Arctic Group miðar helst á fatamarkaðinn í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Kristinn hefur búið í Þýskalandi síðan hann fluttist þangað til náms og býr nú ásamt þýskri eiginkonu sinni og þremur börnum.

„Ég á náttúrulega fullt af börnum,“ segir hann og hlær þegar blaðamaður hváir. „Eða réttara sagt þrjú börn. Það er reyndar ekki fullt á Íslandi en það telst mikið hér í Þýskalandi.“

Nánar er rætt við Kristinn Má Gunnarsson í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.