Keflavíkurflugvöllur ohf., sem er að fullu í eigu ríkisins, hefur sent samgöngumálaráðherra nýja gjaldskrá þar sem lagt er til allveruleg hækkun á farþegagjöldum. Gjaldskráin bíður nú staðfestingar ráðherra.

Í nýrri gjaldskrá, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum, er ekki gert ráð fyrir hækkun á lendingargjöldum. Hins vegar er gert ráð fyrir töluverðri hækkun farþegagjalda. Þau eru í dag 1.320 kr. á hvern farþega en samkvæmt nýrri gjaldskrá munu þau hækka í 2.360 kr. á hvern farþega, eða um tæp 79%.

Í fjárhagsáætlun Keflavíkurflugvallar fyrir árið í ár er gert ráð fyrir tæplega 6,4 milljarða króna kostnaði. Þar af nemur arðsemi á fjármagnsliði um 1,6 milljörðum króna og afskriftir á flugbrautum tæplega 1,3 milljörðum króna. Þá nemur almennur rekstrarkostnaður tæpum 3,5 milljörðum króna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu og meðal annars rætt við forsvarsmennn flugfélaganna um hvaða áhrif þessa hækkanir hafa. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .