Heimskreppan herjar nú jafnt á jakkaklædda verðbréfabraskara sem tötrum búna skransafnara í Asíu. The Times of India greinir m.a. í dag frá ört versnandi kjörum hinnar 76 ára gömlu Zheng Jie Wo sem hefur lifað á því að safna saman endurnýtanlegum hlutum sem hrökkva af borðum neyslusamfélagsins.

“Ég var vön að geta aflað mér 20 til 20 dollara á dag, en fæ núna aðeins örfáa dollara,” segir Zheng í samtali við The Times of India. “Það dugar varla fyrir lyfjunum mínum,” segir hún og bendir á að vinnan verði stöðugt erfiðari og verðið lægra sem fæst fyrir endurnýtanlegt efni.

Svipaða sögu segir hin 23 ára gamla Adi Priyatna í Jakarta. - “Þetta eru erfiðustu tímarnir síðan ég byrjaði að stunda skransöfnun fyrir fimm árum. Ég hef ekki lengur efni á að reykja eða drekka kaffi.”