Ótti fjárfesta um að kreppa sé í aðsigi olli miklum lækkunum á hlutabréfamörkuðum í dag. Morgan Stanley birti leiðrétta hagvaxtaspá sína sem jók mjög á ótta fjárfesta.

Wall Street Journal birti frétt í dag um að Seðlabanki Bandaríkjanna og eftirlitsaðilar væru að herða tökin á evrópskum útibúum banka í Bandríkjunum af ótta við að vandamál evrópsku bankanna smituðust þangað.

Hlutabréf frankska bankans Société Générale lækkuðu um 12% í París, Intesa Sanpaolo lækkaði um 9.3% í Mílanó og Barclays banki lækkaði um 11% í Lundúnum.

Á Wall Street lækkaði Nasdaq um 5,22%, Dow Jones (DJIA) um 3,68%  og S&P 500 um 4,46%.

Þýska DAX vísitalan lækkaði um 5,82%, CAC vísitalan í París um 5,48% og FTSE í London lækkaði um 4,49%,