Landsbankinn, NBI hf. hefur ráðið Kristínu Baldursdóttir í starf innri endurskoðanda Landsbankans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Þar kemur fram að Kristín útskrifaðist frá þjóðhagskjarna við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 1989 og lauk meistaranámi í verkefnastjórnun frá verkfræðideild Háskóla íslands vorið 2008. Þá hefur Kristín lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Frá 1989 – 2007 starfaði hún hjá Glitni banka m.a. í lánaeftirliti, sem forstöðumaður rekstrardeildar og verkefnastjóri gæðamála. Kristín sat í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins frá 2000 - 2007. Hún hefur undanfarið unnið sem rekstrarstjóri á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.

Kristín mun hefja störf í byrjun febrúar 2009.