Alls 154 kröfulýsingar voru lagðar fram í þrotabú Eyrarodda hf. á Flateyri. Þar eru ekki taldar með veðkröfur. Heildarfjárhæð krafnanna er rúmlega 275 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Fiskvinnsla (Mynd: Arnaldur)
Fiskvinnsla (Mynd: Arnaldur)
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Samþykktar voru kröfur fyrir rúmlega 52 milljónir króna. Friðbjörn E. Garðarsson, skiptastjóri þrotabúsins, segir að vonir standi til að málin leysist í vikunni. Þá verður haldinn opinn skiptafundur í dag.

Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði Eyrarodda gjaldþrota í janúar eftir að stjórn fyrirtækisins og umsjónarmaður nauðasamninga félagsins lögðu fram beiðni þess efnis fyrir dómara. Þá hafði stjórn Eyrarodda um tíma unnið að fjárhagslegri endurskipulagninu félagsins í samvinnu við kröfuhafa þess. Niðurstaða þeirra viðræðna var sú að nauðasamningur fyrir félagið var samþykktur en ekki tókst að útvega nægt fjármagn til að halda áfram rekstri og mæta áföllnum skuldbindingum.