Á árunum 2002-2006 lagði Björgólfur í 35 margra milljóna dala fjárfestingar en seldi á sama tíma ákaflega lítið af eignum. Burt séð frá sölunni á Bravo til Heineken þá var eingöngu greint frá sölunni á Eimskip til Avion sem var í eigu vinar hans Magnúsar Þorsteinssonar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsóknarskýsrslu Kroll um Björgólf Thor frá 2006.

Í skýrslu Kroll segir að sú spurning hljóti að vakna hvernig hann hafi farið að því að fjármagna allar þessar fjárfestingar; sumir telji að þær hafi einfaldlega byggst á miklum lántökum og skuldsetningu en aðrir telji að hann hafi átt leynda meðfjárfesta, annað hvort á Íslandi eða í Rússlandi, sem hafi ekki aðeins lagt til fé heldur einnig lagt á ráðin um fjárfestingarstefnu. Fjárfestingar Björgólfs í Mið- og Austur-Evrópu, annars staðar en í Rússlandi, m.a. á fjarskiptasvið,i hafi þannig krafist sérþekkingar og pólitískra sambanda sem Björgólfur hafi ekki haft.