Að sögn Ólafs Ísleifssonar, hagfræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík, er íslenskt hagkerfi að ganga í gegnum ástand sem Íslendingar hafa ekki upplifað áður.

Hann segir því brýnt að skilgreina ástandið og móta markvissa stefnu í efnahags- og gjaldeyrismálum sem leið út úr vandanum. Að landsmönnum steðji nú vandi sem eigi upptök sín í alþjóðlegri kreppu sem hafi færst yfir í íslenska fjármálageirann en auk hans birtist séríslenskur vandi sem aðrar þjóðir standi ekki frammi fyrir, sem er hið alvarlega fall krónunnar og verður ekki lýst nema sem gjaldeyriskreppu.

Þetta hafi í för með sér mikið högg fyrir efnahag lítils lands, heimila og fyrirtækja, og því sé ekki nema eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af því sem fram undan er.

______________________________________

Viðtalið við Ólaf Ísleifsson má lesa í helgarblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .