Krónan hefur tekið kipp niður á við í kjölfar neikvæðrar skýrslu Danske Bank um íslenska hagkerfið. Bankinn spáir harðri lendingu á næsta ári.

Sérfræðingar á gjaldeyrismarkaði segja að krónan hafi veikst um rúmlega 1% stuttu eftir útgáfu skýrslunnar og um 1,32% það sem af er degi. Ekki er talið ólíklegt að krónan lækki enn frekar og ná sálfræðilega gildinu 120 stig.